Vopnaframleiðendur stórgræða – hernaðarstuðningur við Úkraínu að ná sögulegum stærðum

Stríðið í Úkraínu hefur flýtt mjög fyrir kaupum á hergögnum um allan heim. Fjárfestingar í varnarmálum Evrópu aukast hratt og á síðasta hálfu ári hafa verið teknar ákvarðanir um nýjar fjárfestingar upp á yfir 2.000 milljarða sænskra króna, að sögn friðarrannsóknarstofnunarinnar Sipri. Samsvarar það 26 billjónum íslenskra króna (26 þúsund milljarðar ískr mynd sksk svt). Heimild sænska sjónvarpið SVT.

Vesturlönd vopnavæðast í stað þess að ræða frið – herkostnaður alls heims nam 273 þúsund billjónum íslenskra króna ár 2021 og verður miklu hærri í ár

Pantanir aukast hratt hjá leiðandi vopnaframleiðendum. Skotfæri, vélmenni og önnur hertól, sem NATO-ríkin senda til Úkraínu eyðast fljótt. Á sama tíma hafa næstum öll lönd í Evrópu ákveðið að fjárfesta í varnarmálum í slíkum mæli að ekki hefur sést eftir kalda stríðið. Nan Tian yfirmaður hjá Sipri og samstarfsmenn hans hafa tekið saman allar þekktar ákvarðanir, sem tengjast hernaðarvörnum síðan Úkraínustríðið braust út. Nan Tian segir:

„Það segir mikið um hversu hættulegt ástandið er, þegar lönd kjósa að vopnavæðast í staðinn fyrir að ræða um hvernig megi bæta öryggið. Við höfum séð einstæða hervæðingu á síðustu sex mánuðum.“

Eftir yfirtöku Rússlands á Krím fyrir átta árum fóru Bandaríkin og Evrópa að fjárfesta meira í varnarmálum. Bandarísk hernaðaraðstoð við Úkraínu nam u.þ.b. 3,5 milljörðum dollara á árunum 2014 til 24. febrúar 2022, síðan þá hefur meira en 13 milljarða dollara aðstoð verið veitt og Úkraínu hefur verið lofað fleiri vopnasendingum.

Mikill hernaðarlegur og fjárhagslegur stuðningur hefur einnig komið frá ESB ríkjum og Bretlandi. Samtímis hafa evrópsku NATO-ríkin ákveðið að hækka eigin útgjöld til varnarmála í tvö % af landsframleiðslu eftir þrýsting frá Bandaríkjunum.

Miklar hernaðarfjárfestingar í Austur-Asíu

Svipuð þróun sést í löndunum í kringum Kyrrahafið. Kína hefur stóraukið fjárfestingar sínar í varnarmálum og markmið Xi Jinping forseta er, að herir landsins standist hersveitir Bandaríkjanna. Yfirburðir Kína valda nágrannaríkjum áhyggjum. Nan Tian segir:

„Ríki ættu alltaf að geta varið sig en þau ættu ekki að vopna sig þannig, að nágrannarnir upplifi það sem ógn og finni sig knúna til að vopnavæðast sjálfir.“

Ástralía ákvað nýlega að kaupa átta kjarnorkukafbáta af Bandaríkjunum fyrir rúmlega 100 milljarða dollara og Japan hefur, þrátt fyrir fjárhagsvandræði, ákveðið að auka útgjöld til varnarmála um rúmlega 7 %. Sérfræðingarnir hjá Sipri búast við því að í ár verði slegið nýtt met í vopnavæðingu miðað við metháan alþjóða varnarkostnaður árið 2021 upp á 21 billjón sænskra króna samsvarandi 273 þúsund billjónum íslenskra króna.

Bandaríkin hafa styrkt Úkraínu samsvarandi tvöföldum fjárlögum Svíþjóðar til varnarmála ár 2022

Óháð þýsk rannsóknastofnun, Kiel-stofnunin safnar saman gögnum, sem eru tiltæk um aðstoð við Úkraínu. Samskiptastjórinn Guido Warlimont segir:

„Upplýsingarnar koma frá opinberum heimildum eins og skýrslum stjórnvalda og upplýsingum í trúverðugum fjölmiðlum. Þær ná ekki í öllum tilvikum yfir heildarmyndina.“

Bandaríkin eru leiðandi í hernaðarstuðningi við Úkraínu sem var komið upp í 15,2 milljarði dollara 8. september. Það samsvarar 160 milljörðum sænskra króna, sem er helmingi meira en fjárlög Svíþjóðar til varnarmála allt árið 2022.

Stuðningur Bandaríkjanna er á góðri leið að slá fyrri met. Ísrael hefur hingað til verið stærsti viðtakandi hernaðaraðstoðar frá Bandaríkjunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Á milli 2019 og 2028 mun landið fá 38 milljarða dollara í hernaðarstuðning. Úkraína virðist vera að fara fram úr þeim tölum.

Sjá nánar hér

Deila