WAYNE ROOT: Nýjasta einkaviðtal mitt við Trump forseta er sönnun þess að Bandaríkin eru undir árás kommúnista

Ég tók viðtal við Trump forseta – aftur. Þetta var fjórða viðtalið okkar á undanförnum mánuðum. Ég trúi því, að þú njótir þess að horfa og hlusta. Þetta er ekki dæmigert, formlegt, fjölmiðlaviðtal við forseta. Þetta er meira eins og tveir gamlir vinir sem eru að rabba saman án þess að neinu sé haldið undan og þú hlustar. (Hægt er að horfa og hlusta á allt viðtalið á myndbandi neðar á síðunni).

„En áður en ég kem að nokkrum lykilupplýsingum í viðtalinu, þá vil ég deila átakanlegri sögu, sem sannar að þjóð okkar er undir árás kommúnista. Við erum að upplifa ritskoðun í sovésk-austur-þýskum-nasista stíl, bönn og áróður, sem aldrei áður hefur sést í sögu Bandaríkjanna.“

„Jhonny getur sagts vera Jane og hann fær að fara á kvennaklósettið og stunda kvennaíþróttir en þú mátt ekki sjá viðtal við 45. forseta Bandaríkjanna – hugsaðu eitt augnablik um það“

Ég tók nýlega viðtal við 45. forseta Bandaríkjanna. Það er mikill heiður. Samt munu óþolandi kommúnista harðstjórar og hrekkjusvín í Silicon Valley ekki leyfa þér að horfa á það. Ég er ævilangt bannaður á Twitter. Ég er enn á Facebook, en er þar að mestu bannaður, þannig að enginn getur séð þetta viðtal við Trump. Hvernig veit ég það? Það er ekki nein athugasemd undir myndbandinu á Facebook. Af hundruðum milljóna manna á FB á hverjum degi, valdi virkilega enginn að tjá sig?

En hér er merkilegasta sagan af öllum. Vinur minn, Kip Herriage, fjármálasérfræðingur og forstjóri VRAinsider.com og styrktaraðili útvarpsþáttarins míns, birti myndbandið af viðtali mínu við 45. forseta Bandaríkjanna á YouTube reikningi sínum. Innan einnar klukkustundar var myndbandið fjarlægt af YouTube, síðan var fyrirtæki hans bannað á YouTube. Í Bandaríkjunum. Af því að hann birti viðtal við 45. forseta Bandaríkjanna.

Geturðu einu sinni ímyndað þér, að einhver samfélagsmiðill í heiminum fjarlægi og banni viðtal við Barack Obama forseta? Eða Bill Clinton forseta? Hver fjarlægir og bannar myndbönd af viðtölum við fyrrverandi forseta Bandaríkjanna? Af hvaða ástæðu?

„Hefur þú einhvern tíma heyrt um eitthvað þessu líkt á ævinni? Í Bandaríkjunum – landi tjáningarfrelsis? Johnny getur sagst vera Jane og hann fær að fara á kvennaklósettið og stunda kvennaíþróttir. Málfrelsi hans er svo mikilvægt, að hann getur kært þig ef þú notar rangt fornafn. Samkynhneigðir geta þvingað kristna bakara til að baka köku með móðgandi kynferðislegu tákni eða ríkið sektar þá um 100.000 dollara. Svo mikilvægt er málfrelsi þeirra. Börnin þín eru heilaþvegin af trans-hugmyndafræði til að breyta kynvitund sinni – í leikskólanum. En þú mátt ekki sjá viðtal við 45. forseta Bandaríkjanna. Hugsaðu aðeins um þetta í eitt augnablik.“

Strákarnir eru þessir harðstjórar sem eru dauðhræddir við Trump.

Við hvað eru þeir hræddir? Að þér gæti líkað við Trump? Að hann hafi kannski of mikið rétt fyrir sér? Að þú gætir heyrt of mikinn hráan sannleika? Að það sem hann segir gæti ýtt undir byltingu til að fjarlægja harðstjóra og kommúnistasvikara úr embætti? Ég vel „ÖLL ATRIÐIN AÐ OFAN.“

Stofnfeðurnir veltast um í gröfum sínum. Hitler, Stalín og Castro fagna. Og George Orwell segir: „Ég varaði þig við.“

Hápunktar til að skoða og hlusta á…

*Ég spurði Trump hvort hann bjóði sig fram til forseta fulltrúadeildarinnar eftir stórsigur repúblikana á miðju kjörtímabili í nóvember n.k. Ég útskýrði hvers vegna við þurfum á honum að halda þar til að leiða ríkisákæru gegn Biden og Kamala – vegna þess að „Milquetoast McCarthy“ mun aldrei fá verkið gert. Ég spurði hann, hvers vegna hann samþykkti McCarthy sem þingforseta. Svar Trumps? „Ég samþykkti aldrei McCarthy sem þingforseta, nei, ég gerði það aldrei. Ég samþykkti hann aðeins til endurkjörs í sæti hans á þingi.“ Bíddu þar til þú heyrir restina af svarinu hans. Ég dreg þá ályktun að Trump sé að íhuga að bjóða sig fram til forseta fulltrúadeildarinnar og haldi möguleikum sínum opnum. S T Ó R frétt!

*Trump var sammála mér um að Biden muni næstum örugglega ekki bjóða sig fram til endurkjörs árið 2024. Ég tel að flestir Bandaríkjamenn séu sammála um að Biden sé búinn að vera, en að heyra Trump sjálfan segja það er samt sláandi og hressilegt. Enginn annar stjórnmálamaður á landsvísu segir hráan sannleikann jafn vel og Trump.

*Trump tók upp hræðilegan dauða Ashli ​​Babbitt í mótmælunum 6. janúar. Hann sagði allt nema „morð af lögreglumanni á Capitol“.

*Ég kallaði yfirheyrslur 6. janúar þingnefndarinnar „sýndarréttarhöld kommúnista.“ Trump kallaði þær „nornaveiðar kengúrudómstóls.“

*Trump var sammála mér, þegar ég sagði að Bill Barr væri hræðilegur ríkissaksóknari og aðeins repúblikani að nafninu til frá upphafi. Trump sagðist hafa fengið léleg ráð frá einhverjum, sem hann treysti. Trump sagði „Barr var svo hræddur við að verða ákærður að hann vildi ekki gera neitt. Ég var dæmdur tvisvar sinnum og tölurnar mínar hækkuðu.“

*Við Trump ræddum, hvort þessi Biden hörmung sé vegna vanhæfni eða markvissri, viljandi eyðileggingu Bandaríkjanna af róttækum, kommúnistum, stjórnendum Bidens.

*Trump líkti því sem er að gerast í Bandaríkjunum við eyðileggingu Venesúela.

*Að lokum sagði ég við Trump, að ég vissi ekki hvort Bandaríkin verði til árið 2024. Trump svaraði af hreinum heiðarleika: „Þetta er í raun og veru miklu stærri spurning…mun landið vera til. Það hefur orðið meira tjón á síðastliðnu einu og hálfu ári…en á 25 verstu árum í sögu Bandaríkjanna samanlagt.“

Wayne Allyn Root er þekktur sem „íhaldssamur stríðsmaður.“ Nýjasta bók Wayne „The Great Patriot Protest & Boycott Book“ er metsölubók #1. Hann stýrir m.a. viðtalsþættinum Hrátt & ósíað „Raw & Unfiltered.“

Deila