WHO getur einhliða lýst yfir neyðarástandi án aðkomu landa heims verði valdaframsal að veruleika

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin getur án samráðs við nokkurt aðildarlanda þess lýst yfir neyðarástandi meti stofnunin að þörf sé á, verði valdaframsal landanna til WHO að veruleika á 75. þingi stofnunarinnar sem fram fer nú í Genf. Þetta var meðal þess sem fra kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum ræddu Gústaf og Pétur um fundinn í Genf sem gæti reynst afar afdrifaríkur hvað fullveldi aðildarlanda WHO varðar, því með því að samþykkja tillögur þess efnis að WHO fái að grípa fram fyrir hendurnar á aðildarlöndunum án aðkomu landanna er ljóst að teknar verða ákvarðanir fyrir löndin af hálfu WHO án þess að þing þeirra komi að málum. Með öðrum orðum þýðir það að löndin sem um ræðir hafi framselt völd sín til þess að hafa stjórn á heilbrigðismálum sínum ef upp koma faraldrar í framtíðinni.

Þannig gæti WHO tekið ákvarðanir án þess að löndin gætu mótmælt þeim, jafnvel þótt slíkar ákvarðanir gætu haft heilsufarslegan eða efnahagslegan skaða fyrir löndin. Einnig gæti WHO sett fram þau fyrirmæli að fólki í tilteknum löndum yrði skylt að undirgangast bólusetningaraðgerðir, þar með getur WHO í krafti þess valds sem það öðlast gengið á frelsi einstaklinga í aðildarlöndunum.

Einnig getur WHO haft áhrif á tjáningarfrelsið með þeim hætti að stofnunin getur gripið inn í og tekið á upplýsingum sem stofnin metur sem falsupplýsingar.

Rétt er að geta þess að Ísland er á lista þeirra landa sem taka þátt í þessari innleiðingu en þrátt fyrir það hefur upplýsingafulltrúi Heilbrigðisráðuneytisins lýst því yfir í svörum til Útvarps Sögu að ekki verði teknar ákvarðanir sem varða Ísland á umræddum fundi. Fyrirkomulagið gengur undir heitinu Heimsfaraldurssáttmáli og mun verða samkvæmt upplýsingum tilbúinn á árinu 2024.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila