Þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar haldið í skugga Covid-19

Dr. Tedros Adhanom Ghebreyesus aðalframkvædmastjóri WHO

Sjötugasta og þriðja þing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefst á mánudaginn og mun standa yfir í tvo daga. Þingið er haldið í skugga COVID-19 heimsfaraldursins. Það fer fram á Netinu og af skiljanlegum ástæðum mun meginumfjöllunarefnið snúast um faraldurinn og viðbrögð þjóða við honum. Hægt verður að fylgjast beint með þinginu í streymi á vef stofnunarinnar sem hefst með ávarpi Dr Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tekur þátt í þinginu og ávarpar það fyrir Íslands hönd.

Eins og fyrr segir verður dagskrá þingsins að mestu um faraldurinn en nánari dagskrá þess og beint streymi má finna með því að smella hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila