Ný rannsókn sýnir að kórónuveiran kemur ekki frá matarmarkaði í Wuhan

P4 rannsóknarstofa Veirustofnunarinnar í Wuhan, þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum í leðurblökum. Sumir telja að þarna hafi gerst slys sem gerði veirunni kleift að fara yfir í fólk og skapa heimsfaraldur. Kínversk yfirvöld harðneita slíku og hafna öllum tillögum um alþjóða rannsóknir og eftirlit

Vísindamennirnir Alina Chan og Ben Deverman frá Broad rannsóknarstofnuninni sem tengist Harvard og Tæknistofnunun Massachusetts ásamt Shing Zahn frá háskólanum í British Columbia hafa sýnt fram á, að veiran sem kínversk yfirvöld sögðu að ætti uppruna sinn í matarmarkaði í Wuhan, hefur ekki komið frá dýrum þaðan.

Hins vegar hafi veiran borist inn á markaðinn af einstaklingi sem þegar var smitaður af Covid-19. Vísindamennirnir furða sig á því að Sars-Cov-2 veiran sem orsakaði núverandi kreppu var „þegar og fyrirfram aðlöguð að flutningi á milli fólks”. Þessi uppgötvun mun ýta enn frekar undir grun um að yfirvöld Kína séu að fela sannleikann um uppruna veirunnar sem þegar hefur kostað hundruð þúsunda mannslífa og skapað efnahagskreppu í heiminum. 


Vísindamennirnir eru afdráttalausir í niðurstöðum sínum um að veiran hafi borist frá öðrum stað en matarmarkaðinum í Wuhan. Skrifa þeir að

 „opinberar birtar og aðgengilegar erfðafræðilegar upplýsingar benda ekki til að veiran hafi borist milli dýra og fólks á markaðinum”.

Segja vísindamennirnir að kanna verði allar fullyrðingar um stökk veirunnar frá dýrum yfir í fólk og einnig fullyrðingar um að veiran komi upprunalega frá rannsóknarstofu:

„Rannsaka verður möguleikann á því að veira án erfðabreytinga hafi aðlagast mönnum við rannsóknir á rannsóknarstofu”. 
Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila