Yfir 25 þúsund Svíar hafa greinst með „eftircovid“ – stöðuga þreytu, einbeitingartruflanir og skerta lungnagetu

Hitamæling vegna covid. (sksk sænska sjónvarpið)

Sænska sjónvarpið SVT greinir frá því, að í kjölfar kórónufaraldursins hafi þúsundir Svía greinst með það sem kallað er „eftircovid.“ Lýsir það sér að sjúklingar sem fengið hafa sjúkdóminn covid-19 hafa ekki fengið fulla heilsu aftur, þótt langur tími sé liðinn frá því að fólk fékk sjúkdóminn. Einkennin eru stöðug þreyta, minni starfsgeta heilans og minnkun einbeitingarhæfileika, verkir og minni lungnageta. Fjöldi þeirra sem greindir eru með eftircovid vex með stígandi hraða og er núna uppi í 25 þúsundum Svía.

Sérstakar nýjar læknamóttökur opnaðar fyrir eftircovid sjúklinga um allt land

Til að mæta sífellt stækkandi hópi eftircovid sjúklinga hafa sérstakar nýjar læknamóttökur verið opnaðar víða um land. Sífellt fleiri þurfa á endurþjálfun að halda sem krefst meira fjármagns og fleiri starfsmanna. Kristian Borg prófessor og yfirlæknir Danderyds sjúkrahússins í Stokkhólmi segir að „þetta er fólk í miðjum aldri og á í erfiðleikum með að geta sinnt störfum eða félagsskap svo mér finnst að það eigi alfarið að forgangsraða þessu. Með öllum endurþjálfunarumsóknum er ljóst að þessi starfsemi mun krefjast mikils krafts.“

Hætta á að aðrir hópa sjúklinga verði útundan

Sumir læknar telja að erfitt sé að greina eftircovid og slíkt taki kraftana frá öðru. Charlotte Thålin læknir hjá Danderyds sjúkrahúsinu segir, að hún telji „hættu á að sjúkdómsgreiningin verði ekki gerð á nákvæman hátt. Það verður að sjálfsögðu að annast sjúklingana en að opna sérstakar móttökur tekur kraftinn frá annari starfsemi og þá er hætta á að það bitni á öðrum hópum sjúklinga.“ Charlotte segir, að greiningin nái einnig til sjúklinga án þess að staðfest sé, að þeir hafi smitast af covid-19. „Við ættum að sýna meiri varkárni við greiningu á eftircovid áður en við vitum meira um málið. Það er hætta á að manni yfirsjáist, að það geta verið aðrir hlutir sem skapa þessi einkenni.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila