Yfir 30 börn í Svíþjóð með lífshættulega bráðabólgu í kjölfar covid-19

Hundruð barna hafa veikst illa av nýjum sjúkdómi eftir að hafa smitast af covid-19 í Svíþjóð samkvæmt frétt TT í gærkveldi. Áður hefur því verið haldið fram að börn veiktust ekki eða þá bara lítillega af covid-19 en núna er annað hljóð í strokknum. Hundruð fullt frískra barna í Svíþjóð hafa veikst af covid-19 og fengið alvarleg eftirköst í kjölfarið. Börnin fá bráðabólguköst, þegar varnarkerfi líkamans ræðst á frumur líkamans í ofurviðbrögðum þremur til sex vikum eftir að viðkomandi fékk veiruna. Yfir 30 börn með slík bólguköst eru í lífshættu samkvæmt fréttinni.

Einkenni eru venjulega hár hiti, miklir magaverkir, erfitt með einbeitingu og svíkjandi hjartastarfsemi. Gjörgæsludeild barna í Lundi er yfirfull af börnum með eftirköst af covid-19. Sex alvarleg tilfelli hafa verið á Skáni og fjögur þeirra eru á gjörgæslu. Börnin geta verið með kórónaveiruna án þess að verða vör við það en eftirköstin, bráðabólga sem nefnd er MIS-C eða „multisystem inflammatory syndrome in children associated with covid-19,“ koma venujulega í ljós nokkrum mánuðum seinna.

Fá börn hafa verið bólusett og vandlega fylgst með hvort bóluefni geti hugsanlega framkallað ofurbólgu hjá börnum

Peter Brodin barnalæknir og smitsjúkdómasérfræðingur hjá Karólínsku stofnuninni og Karólínska háskólanum segir í viðtali við TT að „Við höldum að líkaminn ráðist gegn sjálfum sér, – eitthvað hafi farið úrskeiðis í fyrstu vörn líkamans gegn veirunni sem leiðir síðan til ofurviðbragða líkamans seinna.“ Enn hefur ekkert barn dáið vegna ofurbólgu í sambandi við covid-19 í Svíþjóð.

Fréttastofan TT spurði Peter Brodin hvort hætta sé á að bóluefni geti framkallað nýja ofurbólgusjúkdóminn og hann svaraði: „Enn sem komið er bendir ekkert til þess að svo geti verið en við fylgjumst mjög vel með framvindu málsins. Við skulum ekki gleyma því að það eru mjög fá börn í heiminum sem hafa verið bólusett gegn veirunni.“ Brodin er með í alþjóðlegu læknateymi sem stöðugt ræðir málið og skipst er á reynslu milli landa: „Ég er á fundum á hverjum mánudegi í alþjóðlegu neti þar sem við ræðum um þessa sjúklinga. Við sjáum aðra og þriðju bylgju af þessu ástandi í heiminum og England hefur haft mörg dæmi á síðustu mánuðum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila