Yfir 500 ákærur gegn sænskum heilsuyfirvöldum eftir ákvörðun um að innleiða bólupassa 1. desember í Svíþjóð

Kærurnar hellast yfir heilsuyfirvöld Svíþjóðar, sem tilkynntu nýlega, að Svíþjóð fylgir í spor annarra landa og aðskilnur bólusetta með bólupassa frá og með 1. desember. Reiðin er mikil og fjöldi lögfræðinga segir ákvörðunina brjóta gegn stjórnarskrá Svíþjóðar, stjórnlögum ESB og vera brot á mannréttindum. Lena Hallengren heilbrigðisráðherra Svíþjóðar t.h. (Mynd A. Löwdin CC 2.0)

Lýðheilsan í Svíþjóð tilkynnti í vikunni, að frá og með 1. desember n.k. muni verða krafsit bólupassa til að fá að vera með á samkomum með fleiri en 100 einstaklingum. Ákvörðunin hefur vakið mikla reiði og í lok vikunnar höfðu fleiri en 500 kærur borist til dómsmálaráðuneytisins vegna ákvörðunar yfirvalda. Frá þessu greinir Göteborgs Posten.

Ákærendur meina, að ákvörðunin gangi gegn stjórnarskránni og lýðræðinu. Blaðið Mitt i birti afstöðu nokkurra ákærenda, einn þeirra skrifar:

Ég kæri Lýðheilsuna fyrir mismunun á fólki, sem af ýmsum læknisfræðilegum ástæðum, kynþátta-, kynferðis- og aldursástæðum vilja ekki eða geta ekki látið bólusetja sig.

Annar skrifar:

Áður hafa lokanir snert alla frá að fara í leikhús, á tónlist, íþróttir, fundafrelsið m.m. hefur verið takmarkað fyrir alla. Þannig er það ekki í þetta sinn og ákvörðunin því gróft aðskiljandi gegn þeim íbúum sem ákvörðunin nær yfir.

Sá þriðji skrifar:

Læknisfræðileg aðskilnaðarstefna sem brýtur gegn stjórnarskránni.

Sá fjórði segir hlutina hreint út:

Þið gjörspilltu fábjánar. Engan bólupassa í Svíþjóð!!!

Lögfræðingar sammála: Stríðir gegn stjórnarskránni

Í umræðuinnleggi í Löfgræði Dagsins skrifa lögfræðingarnir Axel Berglund, Elnaz Madani, Ida Kjos, Elisabeth Bernin, Rebecca Ahlstrand, Ruth Nordström og Fatemeh Pakyari að bólupassinn stríði gegn stjórnarskránni:

Skoðun okkar er sú, að tillagan gætir ekki hlutfallsregla burtséð frá ástandi smitdreifingar og stríðir þar með gegn stjórnarskránni, Evrópusamþykktinni og reglum ESB um grundvallar mannréttindi og þess vegna á ríkisstjórnin að draga tillögu sína til baka.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila