Yfir 60% munur á rafmagnsverði í Svíþjóð – ætla að reisa 1.161 vindmyllur í samstarfi við svartlistað kínverskt ríkisfyrirtæki

Svíþjóð er skipt upp í fleiri rafmagnssvæði og er rafmagn ódýrast í norðri en dýrast í suðri. Í ár hefur verðmunurinn náð hámarki með 63% hærra rafmagnsverði í suðurhluta Svíþjóðar miðað við norðurhlutann. Johan Sigvardsson skilgreinandi hjá Bixia segir í viðtali við sænska sjónvarpið að hið lága verð í norðri verði það lægsta í sögunni. Skýringin er m.a. sú að iðnaðurinn er í hægagangi og nægar vatnsbirgðir. Þrisvar sinnum hefur rafmagnsverðið slegið yfir í mínus sem þýðir að notandinn hafi fengið borgað fyrir að nota rafmagnið. Vandræði fyrir að flytja rafmagn frá norðri með mikilli rafmagnsframleiðslu til suðurhluta Svíþjóðar þar sem rafmagnsnotkun er einna mest geri verðið svona dýrt eða 63% dýrara en í norðri. „Næstu þrjú, fjögur ár verður verðið um 20% hærra í suðri. Við höfum aldrei séð svona verð áður.“

Vilja reisa 1.161 nýjar vindmyllur 2020-2022

Nýlega kynnti Per Bolund fjármálamarkaðsráðherra frá Umhverfisflokknum áætlun ríkisstjórnar Svíþjóðar að láta reisa 1.161 nýjar vindorkumyllur í Svíþjóð á næstu tveimur árum. Fjöldi vindorkumylla hefur þrefaldast á s.l. 10 árum og hafa erlendir fjárfestar flokkast að sænska markaðinum. Meðal annars hefur gríðarlegur áhugi kínverska risa ríkisfyrirtækisins China General Nuclear Power Corporation (CGN) vakið mikla eftirtekt en sænska ríkisstjórnin sér ekkert athugavert við fyrirtækið, þótt það sé svartlistað af Bandaríkjunum fyrir þjófnað á kjarnorkutækni í hernaðarlegum tilgangi og fleiri lönd t.d. Bretland reyna að takmarka umsvif CGN.

Samkvæmt Dagens Industri ásækist Kína mest allra þjóða í hráefni heimsins og er núna stærsti notandi orku í heiminum. Einræðisstjórn kommúnista leggur mikið upp úr því að vinna markaði erlendis í „grænum verkefnum“ en leggur jafn mikið upp úr jarðefnaorku eins og kolum og olíu og jafnframt kjarnorku. Og ekki má gleyma njósnunum. Ríkisfyrirtækið CGN sér um fjárfestingar út um allan heim til að komast yfir markaðshlutdeild og ná stjórn á orkumálum viðkomandi ríkja.

Kína þrýstir á um breytt stjórnlög Svíþjóðar – vilja afnema völd sveitarfélaganna

Í Svíþjóð er neitunarvald sveitarfélaga nagli í augu kínverska drekans sem reynir að fá sænsku ríkisstjórnina til að breyta stjórnlögum Svíþjóðar til að losna við völd sveitarfélaganna í orkumálum. Hlutur CGN er rúmlega 20% í samanlagðri endurnýjun orkumála í Svíþjóð og evrópsk dótturfyrirtæki kínverska risans hafa keypt meirihlutann í stærsta vindorkugarði í Evrópu sem byggja á í Piteå. Eftir stofnun asíska fjárfestingabankans AIIB hóf Kína stór„innrás“ á sænska orkumarkaðinn. Þótt sænska ríkisstjórnin hafi bannað Huawei í Svíþjóð gildir allt annað um CGN sem vekur upp spurningar hjá ýmsum hvort hægt sé að treysta ríkisstjórninni í öryggismálum.

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila