Yfir helmingur íbúa Malmö eru innflytjendur – fóru fram úr innfæddum Svíum þegar ár 2015

Meirihluti Malmöbúa eru innflytjendur, margir frá Miðausturlöndum og alltaf líflegt á grænmætismarkaðinum á Möllevångstorget. (Sksk. Youtube).

Íbúafjöldi Malmö eykst hratt og standa innflytjendur – bæði þeir sem flytja inn og einnig börn þeirra, sem fæðast í Svíþjóð, fyrir fjölgun íbúanna. Barnafæðingar innflytjenda er stærsti hópur um 58% barnafæðinga í Malmö, sem eru samtals um 5 þúsund árlega. Þegar ár 2015 fóru innflytjendur fram úr innfæddum í tölu íbúa borgarinnar. Ár 2020 voru innflytjendur 56% og hefur fjölgað síðan.

Innflutningurinn hefur verið svo lengi, að börn innflytjenda hafa vaxið úr grasi og einnig eignast börn. Börn innflytjenda sem fæðast í Svíþjóð reiknast sem Svíar hjá Hagstofu Svíþjóðar SCB, en mörg þeirra aðlagast samfélaginu illa, ástunda eigin menningu og umgengni og skilgreina sig ekki sem Svía. Ef þessir einstaklingar eru taldir sem innflytjendur verður meirihluti innflytjenda í Malmö enn þá stærri.

Innflutningur dýr kostnaður fyrir Svíþjóð

Líta má á Malmö sem dæmi fyrir alla Svíþjóð vegna áratuga sögu breytinga yfir í fjölmenningarborg og því hægt að sjá hvernig færð stefna í innflytjendamálum kemur út fyrir allt landið. Úkoman er því miður algjörlega misheppnuð.

Atvinnuleysi og félagsbætur meðal íbúa Malmöborgar eru í svo miklum mæli, að borgin er fyrir löngu síðan komin efnahagslega á höfuðið. Borgin rís ekki undir öllum greiðslum til innflytjenda og er rekin með um 25% tapi árlega eða um milljarð sænskra króna á hverju ári.

Ríkið greiðir hallann á hverju ári með jöfnunarsjóðskerfi sveitarfélaganna og þeir sem greiða mest í þann sjóð eru Stokkhólmsbúar og sveitarfélög í Stokkhólms léni. Í dag eru næstum öll önnur sveitarfélög en í Stokkhólmi rekin með tapi af sömu ástæðum og Malmö.

Efnahagskreppan í Malmö dreifist út um allt land

Malmö er í framvarðarsveitinni varðandi hið nýja Svíþjóð, þar sem innflytjendur eru í meirihluta en sama þróun á sér einnig stað í öllu landinu. Enginn veit hvernig Svíþjóð gengur að komast af þjóðhagslega, þegar Svíar verða í minnihluta. Rætt er um að innflytjendur fari fram úr Svíum og verði í meirihluta í öllu landinu ár 2065. Útvarp Saga hefur áður birt niðurstöður rannsóknar dósents Kyösti Tarvainen við Aalto háskólann. Ár 2100 munu jafn margir múslímir búa í Svíþjóð eins og infæddir Svíar. Það er þróun, sem margir hafa áhyggjur af, þar sem íslam í andstöðu við kristni vísar frá sér þeim umbótum og hugsun lýðræðis og frelsis, sem er grunnurinn í vestrænum samfélögum í dag.

Íbúafjöldi Malmö er um 350 þúsund íbúar í dag. Búist er við að sú tala hækki upp í 400 þúsund á næstu tíu árum og að mikill meirihluti þeirra 50 þúsund íbúa sem bætast við munu vera einstaklingar af erlendum uppruna.

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila