Yfirdrifnar tölur: Einungis þriðjungur „covid-sjúklinga“ í Svíþjóð eru innlagðir vegna covid-19

Mörg héruð í Svíþjóð eru farin að senda Lýðheilsunni upplýsingar um, að sjúklingar með covid eru innlagðir á sjúkrahús af allt öðrum ástæðum en covid. Frá þessu segir Dagens Nyheter. Á sjúkrahúsinu í Uppsala eru einungis einn þriðjungur raunverulega covid-sjúklingar. Tekið er próf úr öllum sjúklingum á sjúkrahúsinu og margir eru með covid, þótt þeir séu ekki á spítalanum vegna covid.

Fjölmiðlar í Svíþjóð eru að vakna og farnir að fjalla um, að margir sem skráðir eru sem covid sjúklingar eru á spítala vegna annarra ástæðna. Hafa yfirvöld á mörgum stöðum í Svíþjóð upplýst Lýðheilsuna um, að tölurnar séu í reynd miklu lægri en yfirvöld halda fram. Meðal annars eru konur á fæðingardeild og fólk, sem hefur dottið og slasast í hálkunni, skráð sem covid-sjúklingar, jafnvel þótt þau hafi engin einkenni sjúkdómsins.

Magnus Gisslén yfirlæknir Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg og prófessor í smitsjúkdómum, segir að „margir sem eru bólusettir hér eru af allt öðrum ástæðum en covid. Þeir væru hér, hvort svo sem þeir hafa covid eða ekki.“

Akademíska sjúkrahúsið í Uppsala hefur sent bréf til Lýðheilsunnar með kvörtun um að opinberar tölur séu „á grófan hátt misvísandi.“ Einungis þriðjungur, sem sagt er að hafi covid, eru á sjúkrahúsinu vegna covid.

Skv. DN, þá á Anders Tegnell að hafa sent bréfin áfram til yfirmanna á Lýðheilsunni með þeim orðum, að allt bendi til þess að „Lýðheilsan ofmeti álagið á heilsukerfinu.“ Lýðheilsan hefur hins vegar engar áætlanir um að breyta þeim takmörkunum, sem eru í gildi.

Magnus Gisslén segir, að það þurfi að breyta skilgreiningunnni og hætta að klassa covid-19 sem hættulegan faraldur. Margir eru honum sammála og þá einkum vegna vægra einkenna ómíkron afbrigðisins.

Að telja alla innlagða með covid, sem covid sjúklinga í tölfræðinni, tíðkast í mörgum löndum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila