Yfirkjörstjórn Varðar hafnar athugasemdum Guðlaugs Þórs og Diljár um að bróðir Áslaugar Örnu hefði haft aðgang að flokksskrá flokksins fyrir prófkjör

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra

Yfirkjörstjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefur hafnað þeim athugasemdum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Diljár Mistar Einarsdóttur þess efnis að bróðir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og frambjóðanda í prófkjöri flokksins hafi haft aðgang að flokksskrá Sjálfstæðisflokksins, þ.e. nákvæmar og stöðugt uppfærðar upplýsingar um flokksmenn, aðdraganda prófkjörsins og eftir að framboðsfrestur í prófkjörinu rann út.

Fram kemur í tilkynningunni að kjörstjórnin hafi kynnt sér málið ítarlega og komist að því að athugasemdirnar hefðu ekki átt við rök að styðjast en bróðir Áslaugar hefur starfað fyrir flokkinn í nokkur ár.

Í niðurstöðunni segir að:

„Yfirkjörstjórn Varðar mun ekki aðhafast frekar athugasemda framboða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Diljár Mistar Einarsdóttur“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila