Yfirlýsing Donald J. Trump 31. mars 2021

„Róttæk áætlun Joe Biden um að hrinda í framkvæmd stærstu skattahækkunum í sögu Bandaríkjanna er stórfelld eftirgjöf til Kína og margra annarra landa, sem mun senda þúsundir verksmiðja, milljónir starfa og trilljón dollara til þessara samkeppnisþjóða. Biden-áætlunin er stórt högg gegn vinnandi Bandaríkjamönnum og mun snarminnka framleiðslu Bandaríkjanna og veita útrásaraðilum og erlendum, risastórum fjölþjóðlegum fyrirtækjum sérstök skattaleg forréttindi.

Biden lofaði að „byggja betur aftur“ – en landið, sem hann byggir sérstaklega upp er Kína ásamt öðrum heimshlutum. Undir stjórn Biden eru Bandaríkin enn á ný að tapa efnahagsstríðinu við Kína – og margra billjóna dala skattahækkunarstefna Bidens er stefna algjörrar efnahagslegrar uppgjafar. Að fórna vel launuðum bandarískum störfum er það síðasta, sem landar okkar þurfa á að halda, þegar landið okkar er að jafna sig eftir heimsfaraldurinn.

Stefna Biden mun klyfja herðar bandaríska verkamannsins með hæstu skattaálögum á fyrirtæki hins þróaða heims. Þú munt borga MEIRA í skatta, ef þú skapar störf í Bandaríkjunum og ræður bandaríska verkamenn til vinnu samkvæmt stefnu Biden – en borgar MINNA, ef þú lokar verksmiðjum þínum í Ohio og Michigan, rekur bandaríska starfsmenn og flytur alla framleiðsluna til Peking og Shanghai. Þetta er nákvæmlega ÞVERÖFUGT við að setja Bandaríkin í fyrsta sætið, þetta er að setja Bandaríkin í AFTASTA SÆTIÐ! Fyrirtæki, sem senda störf Bandaríkjamanna til Kína, ættu ekki að fá umbun með skattafrumvarpi Joe Biden, þeim ætti að refsa, svo þau haldi störfunum í Bandaríkjunum, þar sem þau eiga heima.

Þessi löggjöf er eitt stærsta sjálfskapaða efnahagssár sögunnar. Ef þessu skrímsli verður hleypt í gegn munu fleiri Bandaríkjamenn verða atvinnulausir, fleiri fjölskyldur rúnar að skinni, fleiri verksmiðjur yfirgefnar, fleiri iðngreinar laðar niður og fleiri verslunargötur loka – alveg eins og ástandið var áður en ég tók við forsetaembættinu fyrir 4 árum. Undir minni stjórn var met slegið í lágmarki atvinnuleysis með 160 milljónum nýjum störfum.

Þessar skattahækkanir eru dæmigerð alþjóðasvik Joe Bidens og vina hans: lobbýistarnir eiga að sigra, sérhagsmunirnir eiga að sigra, Kína á að sigra, stjórnmálamenn í Washington og embættismenn ríkisstjórnarinnar eiga að sigra en hart stritandi bandarískar fjölskyldur eiga að tapa.

Grimmdarleg og hjartalaus árás Joe Biden á bandaríska drauminn má aldrei verða að alríkislögum. Rétt eins og suður landamæri okkar breyttust úr því besta yfir í það versta og eru nú í molum, þá verður efnahagur okkar lagður í rúst!

Yfirlýsingin á ensku hér að neðan

Athugasemdir

athugasemdir

Deila