Yfirlýsing Donald J. Trump vegna leynisambands Mark Milley hershöfðingja við kínverska kommúnistaflokkinn

Donald J. Trump 45. forseti Bandaríkjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna leynisambands hershöfðingja Mark Milley við Frelsisher Alþýðunnar í Kína. Útvarp Saga birtir yfirlýsinguna í lausri þýiðingu en lesa má hana á ensku neðst á síðunni.

Ef sagan um „Hálfvita“ hershöfðingjann Mark Milley, er sönn, – þessa sama misheppnaða leiðtoga og leiddi versta brotthvarfið í sögu Bandaríkjanna frá Afganistan og skildi eftir marga látna og særða hermenn, marga bandaríska borgara og 85 milljarða dollara andvirði nýjasta og fullkomnasta herbúnaðar í heimi og orðstír lands vors, þá geri ég ráð fyrir, að hann verði ákærður fyrir LANDRÁÐ fyrir að semja við kínverskan mótaðila á bak við forsetann og segja við Kína, að hann myndi tilkynna þeim um “fyrirhugaða árás.” Svona er ekki hægt að gera!


Góðu fréttirnar eru þær, að sagan er falsafrétt samantekin af veikum og getulausum hershöfðingja ásamt tveimur höfundum, sem ég neita um viðtal, vegna þess að þeir skrifa skáldsögur í stað staðreynda. Það ætti að grípa strax til aðgerða gegn Milley og öðrum háttsettum hershöfðingjum í her okkar sem eru viðriðnir málið og þeir eru margir, svo að önnur eins hörmung og gerðist í Afganistan gerist aldrei aftur. Vert að minnist, að ég leiddi sigurinn á 100% af kalífati ISIS. Milley sagði, að það myndi ekki vera hægt!


Svo það sé skýrt, þá hvarflaði það ekki einu sinni að mér að ráðast á Kína – og Kína veit það. Fólkið sem bjó til þessa sögu er sjúkt og heilabilað og fólkið sem endursegir hana er jafn slæmt. Reyndar er ég eini forsetinn í áratugi, sem ekki hefur farið með Bandaríkin í stríð – þetta er vel þekkt staðreynd en sjaldan greint opinberlega frá henni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila