Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir Þórhildi Sunnu fara með fleipur

Meirihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir í yfirlýsingu Þórhildi Sunnu Ævarsdóttir þingmann Pírata og fyrrverandi fomann nefndarinnar fara með rangt mál um að staðið hafi verið í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra. Eins og kunnugt er vöknuðu upp spurningar um hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna tengsla hans við Samherja, en Kristján sat um árabil í stjórn fyrirtækisins.

Meirihluti nefndarinnar segir að þvert á fullyrðingar Þórhildar Sunnu hafi frumkvæðisathugun nefndarinnar verið framkvæmd að fullu í samræmi við hlutverk nefndarinnar, verklag hafi allt verið með eðlilegum hætti. Í yfirlýsingunni er ferill málsins rakinn og bent meðal annars á að þegar forseti Alþingis hafi staðfest að framkvæmd frumkvæðisathugunar hafi verið í fullu samræmi við þingsköp hafi þáverandi formaður nefndarinnar. Þórhildur Sunna ákveðið að segja af sér formennsku. Lesa má yfirlýsinguna og um feril málsins með því að smella hér. 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila