Yfirmaður leyniþjónustu sænsku lögreglunnar hjá Noa: Innfluttu ættbálkarnir orðnir „kerfishótandi”

Linda H. Staaf yfirmaður leyniþjónustu sænsku lögreglunnar hjá Noa

Fátt er um annað rætt í Svíþjóð en ástandið í samfélaginu eftir ummæli aðstoðar ríkislögreglustjóra Mats Löfving um a.m.k. 40 innfluttir ættbálkar eru í Svíþjóð sem einungis hafa komið til landsins til að stunda glæpastörf. Útvarp Saga greindi frá þessum ummælum hér á heimasíðunni og einnig í þættinum Heimsmálin þar sem vitnað var beint í útvarpsviðtal Löfving við sænska útvarpið. Núna fjalla allir fjölmiðlar í Svíþjóð um ástandið og hvernig brugðist skuli við. Ríkisstjórnin hefur varla viljað segja neitt um málið nema hvað forsætisráðherrann Stefan Löfven neyddist til að segja nokkur orð á blaðamannafundi og glærusýningu um “aukin fjárframlög” til aldraðra sem þegar hefur verið hafnað sem ósannindum af Svíþjóðardemókrötum og Vinstri flokknum. Sagði forsetisráðherrann þurr á manninn að ríkisstjórnin myndi taka ættbálkamálið fyrir og láta í sér heyra eftir það.

Glæpamennskan orðin að „samfélagsmenningu”

Linda H. Staaf yfirmaður leyniþjónustu lögreglunnar hjá Noa segir í viðtali við TT/Sænska dagblaðið að ættbálkarnir séu orðnir svo sterkir og valdamikilir í Svíþjóð að tilvist þeirra sé „kerfishótandi” þ.e.a.s. þeir ógni öllu samfélagskerfinu. Segir hún hópana komna langt út fyrir „útsettu svæðin” og séu svo sterkir að um raunverulega hættu fyrir allt ríkið sé að ræða. Um sé að ræða byggingu hliðarsamfélaga og eigið réttarfarskerfi og að fólk í tengslum við glæpanetin komist í valdastöður í samfélaginu. Sé glæpamennskan orðin að spurningu um „menningu” í samfélaginu.

„Það er afar mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þessu. Að við skiljum að fólk í hefðbundnum löglegum störfum greiðir götu glæpahópanna hjá sveitarstjórnum, hjá öðrum yfirvöldum, í viðskiptalífinu. Við þurfum að verða meðvituð um þessa tegund innblöndunar sem er raunverulega í gangi.”

Linda H Staaf segir að þegar svo margir ættbálkar vinna að skipulagðri glæpastarfsemi, þá sé það ljóst, að þeir eru dreifðir um allt landið.

Varaði við ættarstýrðum glæpahópum í bók 2014

Per Brinkemo einn af höfundum skýrslu Varnarmálaháskólans um hætturnar af ættarstýrðri glæpamennsku 2019 skrifaði bók um málið þegar 2014 eftir að hafa unnið hjá sómölskum samtökum í Malmö. „Það er svolítið merkilegt að botninn detti úr tunninni einmitt núna.” Hann segir að lögreglan hafi lengi varað við ættarstýrðum glæpasamfélögum: „Ættbálkurinn hefur allt sem ríki hefur, eigið sjúkrasamlag, réttarfarskerfi og stjórnmál. Deilumál eru leyst á eigin hátt fram hjá réttarfarsríkinu. Þetta getur þróast og orðið afskaplega ofbeldisfullt.”

Sjá nánar hér

Athugasemdir

athugasemdir

Deila