Yfirvöld reiðubúnari til þess að hlusta á almenning eftir hrun

Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna.

Búsáhaldabyltingin og önnur mótmæli eftir hrun hafa orðið til þess að yfirvöld eru meira tilbúin í dag en áður að hlusta á raddir almennings. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Vinstri grænna í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Andrés segir stjórnmálin hafa breyst talsvert eftir hrun og að aðkoma almenning að málum sem hann varðar er orðin meiri og að fólk sé almennt gagnrýnna en áður á störf stjórnvalda. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila