Yfirvöld Svíþjóðar hætta að vísa út Afgönum í óákveðinn tíma – 7 þúsund sem búið var að vísa úr landi verða áfram

Innflytjendayfirvöld Svíþjóðar tilkynntu í dag, að þegar í stað yrði hætt að vísa Afgönum burtu úr Svíþjóð og senda til baka til Afghanistan og gildir ákvörðunin í óákveðinn tíma. Sagt er að verra ástand í Afghanistan sé ástæðan. Útvarp Saga hefur áður greint frá því, að ríkisstjórn Afghanistan tilkynnti, að landið tæki ekki á móti neinum landsmönnum sem önnur lönd vísuðu á brott. Lýsti ríkisstjórn landsins því yfir að það væri „óviðeigandi“ af öðrum löndum að vísa Afgönum úr landi.

Búið að útvísa 7 000 Afgönum frá Svíþjóð – verð áfram á framfærslu sænskra skattgreiðenda

Carl Bexelius yfirmaður hjá Migrationsverket segir, að engin dagsetning hafi verið sett, þegar hefja á brottvísanir til Afghanistan að nýju: „Ákvörðunin tekur þegar gildi og gildir þar til annað verður ákveðið.“

Ákvörðun Innflytjendastofnunarinnar þýðir, að um 7 000 Afghanir sem þegar er búið að ákveða að vísa úr Svíþjóð, verða því áfram.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila