Zelenský krefst 5 milljarða dollara á mánuði frá alþjóðasamfélaginu í ræðu hjá World Economic Forum

Zelensky vill að alþjóðasamfélagið greiði 5 milljarða dollara á mánuði í stríðsreksturinn í Úkraínu. Friður finnst ekki í sjónmáli, hvert sem litið er og ríkisstjórn Úkraínu er staðráðin í – með stuðningi heimsbyggðarinnar – að endurheimta öll landssvæði, sem Rússar hafa tekið, þar á meðal Krímskagann og svæði aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu.

Krefst fjár þegar í stað til að koma í veg fyrir algjört efnahagshrun í Úkraínu

Ráðstefna World Economic Forum hófst í Davos í Sviss um helgina. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, opnaði hina árlegu ráðstefnu og byrjaði á því að fara fram á fimm milljarða dollara á mánuði frá alþjóðasamfélaginu.

Zelensky óskaði eftir peningunum strax.

Í síðustu viku afhentu bandaríska þingið og Joe Biden Úkraínu 40 milljarða dollara úr vösum skattgreiðenda.

Fortune.com greinir frá:

„Í opnunarávarpi leiðtogafundarins, sem varpað var á skjá frá Kænugarði, sagði Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu við 1.000 forstjóra og embættismenn, að Úkraína vantaði 5 milljarða dollara á mánuði. Sagði hann, að peningarnir þyrftu að koma strax til að komið yrði í veg fyrir algjört efnahagshrun með ómældum afleiðingum fyrir allan heiminn. Forseti Úkraínu var klæddur í ólífugrænan stuttermabol, sem undirstrikaði stríðsástandið.“

„Það þarf gríðarlega mikla vinnu“ sagði hann. „Við höfum tapað meira en hálfri trilljón dollara og og tugir þúsunda eigna hafa verið eyðilagðar. Við þurfum að endurreisa heilu borgirnar og atvinnugreinarnar.“

Zelenský lýsti hinu skelfilega ástandinu sem hugsanlegu ábatasömu tækifæri fyrir vestræn lönd og fyrirtæki og talaði um „verndun“ fjárfesta.

Forsetinn sagði, að Úkraína hefði hannað „sérstakt og sögulega þýðingarmikið líkan fyrir endurbyggingu“ og gætu fyrirtæki og lönd valið sérstök svæði eða námur til að byggja upp að nýju. Hann sagði kerfið „vernda“ fjárfestingar, sem myndi laða að helstu verkfræðinga og arkitekta heims í stærstu endurreisnarverkefni Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld fyrir næstum 80 árum síðan.

Heyra má hluta úr ræðu Zelenskýs á tístinu hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila