Zelensky skrifar undir tilskipun sem útilokar friðarviðræður við Pútín

CNN greinir frá því, að viðbrögð Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu við innlimun Rússlands á stóru svæði í Austur-Úkraínu, hafi verið að semja skjal, sem útilokar möguleikann að hægt verði að semja um frið við núverandi forseta Rússlands, Vladimír Pútín (mynd president.gov.ua).

Mun aldrei semja um frið við Pútín

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur undirritað tilskipun sem útilokar formlega samningaviðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Í skjalinu kemur fram„ómögulegt sé að eiga viðræður við Vladimír Pútín Rússlandsforseta“ samkvæmt texta á vefsíðu úkraínskra stjórnvalda.

Tilskipunin er dagsett föstudaginn 30. september þegar Rússar innlimuðu yfirráðasvæði Kherson, Zaporizhzhia og alþýðulýðveldanna Donetsk og Luhansk.

Hann er aðeins tilbúinn að semja „við annan Rússlandsforseta“ segir Democracy Now. Að sögn Tass segir Dmitry Peskov talsmaður rússneskra yfirvalda sem svar við loforði Zelensky um að aldrei semja frið við Pútín: „Það þarf tvo aðila til að semja.“

„Það er nokkuð jákvætt, að til er fólk (eins og Elon Musk/gs), sem hugsar og reynir að hugsa rökrétt um hvað eigi að gera til að snúa átökunum í Úkraínu í friðsamlegan farveg.“

Rússar segja, að þeir hafi reynt að ná friðsamlegri lausn við Úkraínu í átta ár.

Hóta að handtaka „Rússadindilinn“ Elon Musk

Á sama tíma hefur allt farið annan endann á milli Elon Musk og ríkisstjórnar Úkraínu, eftir að Musk hvatti til friðar og lagði til nýjar þjóðaratkvæðagreiðslur undir eftirliti SÞ á rússneskumælandi svæðum í Austur-Úkraínu. Hefur Musk meðal annars verið hótað handtöku sbr. tíst hér að neðan.

Í upphafi stríðsins gagnrýndu Rússar Elon Musk fyrir að hafa útvegað Úkraínu Starlink tengingu og internet í gegnum gervihnött.

Zelensky hefur bannað alla aðra flokka en sinn eigin í Úkraínu og er því einræðisherra landsins. Eftir að andstaðan hvarf frá þingi voru sett lög sem banna rússneska músík, bókmenntir og aðra rússneska menningu eins og Reuters sagði frá. Oleksiy Arestovych hernaðarráðgjafi forsetans birti klippta mynd sem sýnir Musk í handjárnum og er mixuð við mynd tekna af leiðtoga stjórnarandstöðunnar Viktor Medvedtjuk. Arestovych segir að myndin af Musk sem á að sýna handtöku hans sýni, að ríkisstjórn Úkraínu „vinni með hraði.“

Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila